Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Platini vill grindvískan saltfisk
Þriðjudagur 19. október 2010 kl. 15:57

Platini vill grindvískan saltfisk


Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, finnst saltfiskur góður. En ekki hvaða saltfiskur sem er. Grindvískur saltfiskur er í miklu uppáhaldi hjá Platini eftir að hanni komst í tæri við hann í heimsókn sinni til Íslands árið 2004.  Platini kemur hingað til lands í næstu viku til fundar við forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands. Kappinn ætlar að að nota tækifærið hefur lagt inn saltfiskpöntun hjá Stakkavík í Grindavík. Það gerði hann einnig árið 2006 þegar hann var síðast hér á ferðinni.

Með Platini í för verður kona hans Christéle Platini, Alan Hansen sem situr í Framkvæmdastjórn UEFA, Theodore Theodoridis og Kevin Lamour frá UEFA.

Mynd/Platini ásamt Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024