Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Plastlaus september
Föstudagur 15. september 2017 kl. 08:00

Plastlaus september

- Dagur íslenskrar náttúru er 16. september


Fólk er hvatt til þess að taka þátt í plastlausum september af Landvernd en í september munu þau vekja athygli á því hvaða hættur fylgi plastmengun í hafi. Alþjóðlegi Strandhreinsunardagurinn er svo haldinn 16. september næstkomandi, en það er einnig dagur íslenskrar náttúru. Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi, loftið sé vissulega hreint og vatnið gott en hver Íslendingur notar að meðaltali 40 kíló af plasti á ári. Mikið af því plasti sem við notum fer svo ekki í endurvinnslu eða endurnýtingu og er grafinn í jörðu og urðaður, eða endar í hafinu.

Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvattir til að skrá sig til leiks á síðunni hreinsumisland.is þar sem hægt er að sjá allar hreinsanir á landakorti. Þar má einnig finna fræðslu, leiðbeiningar og góð ráð frá Landvernd.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024