Planta í blóma um áramót!
Móðir náttúra veit greinilega ekki hvað klukkan slær þessa dagana. Kannski ekki nema von, þegar hitamælar hafa komist nálægt því að sýna tveggja stafa hitatölu nær allan desember. Minniháttar frost síðustu daga hefur ekki komið í veg fyrir að plöntur hafa blómstrað eins og t.a.m. plantan á meðfylgjandi mynd. Ekki vitum við hvað þessi planta heitir en hún var í fullum blóma inn á milli steina í blómakeri við Flug Hótel í Keflavík nú síðdegis.Þegar blómakerið var skoðað betur, mátti sjá meira plöntulíf, þó svo engin þeirra hafi blómstrað jafn fallega og sú sem myndin er af.