Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pizzastað breytt í íbúðir?
Miðvikudagur 11. apríl 2018 kl. 10:11

Pizzastað breytt í íbúðir?

Fyrirtækið Faxafell ehf. hefur fengið jákvæð viðbrögð við því að breyta Tjarnargötu 6 í Sandgerði í íbúðarhúsnæði með sjö íbúðum. Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðisbæjar vill þó sjá útlitsteikningar af húsinu áður en lengra verður haldið.
 
Að Tjarnargötu 6 í Sandgerði var áður veitingahúsið Mamma Mía sem var rómað fyrir pizzur og einnig var hárgreiðslustofa í hluta hússins. Í gamla daga var þarna verslunin Aldan þar sem verslað var með allt milli himins og jarðar.
 
Umsókn Faxafells er um breytingu á notkunarflokk og matshluta og ósk um að að breyta húsnæðinu Tjarnargötu 6 í sjö litlar íbúðir.
 
„Ráðið tekur jákvætt í erindið en óskað er eftir teikningum af útliti húss og gerð sé grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða og sorps. Húsið er upphaflega byggt fyrir athafnastarfssemi, verslun eða þjónustu og hefur verið í slíku hlutverki frá upphafi. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna og grenndarkynna erindið,“ segir í afgreiðslu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024