Píratar og óháðir bjóða fram í Reykjanesbæ
Píratar og óháðir bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí n.k. Í fyrsta sæti er það Ragnhildur L. Guðmundsdóttir kennari sem leiðir listann fyrir hönd óháðra, í öðru sæti er Margrét Sigrún Þórólfsdóttir kennari, í þriðja sæti er Svanur Þorkelsson og í því fjórða er Vania Cristína Late Lopes.
Helstu áherslur framboðsins er: íbúalýðræði, umhverfis og húsnæðismál, virkni fyrir alla og stuðningur við fólk með fötlun svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu málefnum sem tengjast okkar ágæta bæjarfélagi.
Listinn í heild:
- Ragnhildur L Guðmundsdóttir, kennari og náms- & starfsráðgjafi
- Margrét S Þórólfsdóttir, leik- og grunnskólakennari
- Svanur Þorkelsson, leiðsögumaður
- Vania Cristína Leite Lopes, félagsliði
- Daníel Freyr Rögnvaldsson, nemi.
- Ragnar Birkir Bjarkarson, leiðbeinandi
- Sædís Anna Jónsdóttir, lagerstarfsmaður
- Jón Magnússon, sjálfstætt starfandi
- Marcin Pawlak, aðst.vaktstjóri
- Tómas Albertsson, nemi
- Hrafnkell Hallmundsson, tölvunarfræðingur
- Þórólfur Júlían Dagsson, vélstjóri