Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Píratar íhuga framboð í Reykjanesbæ
Andri Steinn Harðarson, Pírati.
Föstudagur 24. janúar 2014 kl. 14:20

Píratar íhuga framboð í Reykjanesbæ

Stofnfundur Pírata fer fram 31. janúar næstkomandi.

Stefnt er að stofnun félags Pírata í Reykjanesbæ og er ætlunin að bjóða fram lista í komandi sveitastjórnarkosningum. Stofnfundur Pírata mun fara fram í húsakynnum Virkjunar við Flugvallarbraut 740 á Ásbrú kl 17:00 föstudaginn 31. janúar.

Hugmyndafræði Pírata byggir á auknu gagnsæi, upplýsingarfrelsi og borgararéttindum; hugmyndafræði sem stofnendur Pírata í Reykjanesbæ hafa fundið hljómgrunn í sínu sveitarfélagi. Samkvæmt könnunum hafa Píratar mælst með ríflega 11% fylgi í sveitarfélaginu og líta stofnfélagar á það sem skýrt og klárt kall fólksins sem ekki verður skorast undan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áhugafólki um nýjar nálganir og aðferðir sem bætt geta sveitafélagið okkar er hvatt til að mæta, þiggja kaffisopa og taka þátt í stofnun félagsins. Í kjölfar stofnfundar hefst svo málefnastarf og stefnumótun þar sem öllum er velkomin þátttaka. Slíkt verður auglýst síðar.

Stofnuð hefur verið Facebook-síða undir nafninu „Píratar í Reykjanesbæ“ þar sem áhugasamir geta tjáð sig og fylgst með starfinu.