Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á stúlku
Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að piltur á rafmagnshlaupahjóli hefði ekið á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún dvaldi meðan hún var að jafna sig. Málið var tilkynnt til barnaverndarnefndar.