Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Peugeot bifreið í Lionsjólahappdrætti
Þriðjudagur 9. desember 2008 kl. 10:19

Peugeot bifreið í Lionsjólahappdrætti



Peugeot 107 bifreið er fyrsti vinningur í árlegu jólahappdrætti
Lionsklúbbs Njarðvíkur. Fjöldi annarra vinninga er í boði, flatskjáir og dvd fjölkerfi. Heildarverðmæti vinninga er 2,6 millj. kr.
Dregið verður á Þorláksmessu og verða lionsmenn á ferðinni að bjóða miða fram að þeim tíma. Andvirði þeirra rennur í Líknarsjóð klúbbsins en úr honum eru veittir styrkir til málefna á svæðinu. Nýlega fékk t.d. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og nýstofnaður Velferðasjóður gjafir úr sjóði Lions.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024