Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pétur H. Pálsson: Illskárra að ríkið hirði hlutaféð en kvótann
Fimmtudagur 16. apríl 2009 kl. 15:04

Pétur H. Pálsson: Illskárra að ríkið hirði hlutaféð en kvótann

„Ég satt að segja trúi því ekki að stjórnvöld umturni núverandi kerfi með þeim hætti sem hér hefur verið rætt um. Það væri skömminni til skárra að ríkið hirti 5% af hlutafé eigenda fyrirtækjanna á ári þangað til þau væru að fullu komin í ríkiseigu,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Pétur segist ekki átta sig á því hvað vaki fyrir stjórnarflokkunum með þeirri stefnu sinni að fyrna aflaheimildir um 5% á ári. hann spyr hvort að það sé til þess að fá nýja menn inn á völlinn eða til þess skattlegja atvinnugreinina enn frekar. Sé markmiðið að auka atvinnuöryggið sé upptaka hlutafjár skárra en aflaheimildanna.

„Það er sífellt verið að refsa þeim fyrirtækjum sem eftir eru í atvinnugreininni vegna annarra aðila sem hafa selt sig út úr henni og eru taldir hafa hagað sér illa að dómi einhverra. Fyrir tæpum 20 árum var sjávarútvegsfyrirtækjunum réttur sá kaleikur að sjá sjálf um að hagræða í greininni ... Þetta leiddi til stórfækkunar starfsmanna til sjós og lands. Það var óhjákvæmilegt ... Við sem eftir erum sitjum uppi með skuldirnar vegna þessarar hagræðingar, - skuldir sem sumir sjá ofsjónum yfir og telja vera birtingarmynd þess að atvinnugreinin sé illa rekin,“ segir Pétur í viðtali við Fiskifréttir í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frétt af vef LÍÚ.