Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Petra Ruth Rúnarsdóttir nýr formaður UMFÞ
Petra Ruth formaður UMFÞ.
Föstudagur 1. mars 2019 kl. 05:00

Petra Ruth Rúnarsdóttir nýr formaður UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar, UMFÞ, í Vogum fór fram á miðvikudagskvöld. Baldvin Hróar Jónsson bauð sig ekki fram eftir tveggja ára setu sem formaður. Hann verður þrátt fyrir það áfram í stjórn félagsins. Petra Ruth var því sjálfkjörinn formaður. Petra er með Bs gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifast sem IAK einkaþjálfari í vor. Petra starfar í dag sem sérkennari á leikskóla.
 
Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á árinu, þá varð hagnaður á árinu. Meirihluti hagnaðar er tilkomin að mestu vegna öflugra styrktaraðila, aðhaldsaðgerða, fjölgun iðkenda, HM framlags frá KSÍ og einnig hefur gengið betur að innheimta æfingagjöld eftir að stjórn gerði breytingar á innheimtu og skráningu.
 
Það er álit stjórnar að mikilvægt sé að forgangsraða verkefnum. Halda áfram með að efla starfið, hlúa betur að þeim verkefnum sem eru til staðar hjá félaginu og stuðla að aukinni menntun þjálfara, sjá til þess að æfingar sem félagið býður uppá sé stjórnað af fagmennsku og að reksturinn verði áfram réttu megin við núllið.
 
Nökkvi Bergsson og Veigar Guðbjörnsson gáfu ekki kost á sér að nýju og þakkar félagið þeim fyrir gott starf.
 
Stjórn UMFÞ er þannig skipuð: Petra Ruth formaður og aðrir eru Baldvin Hróar Jónsson, Davíð Hansen, Katrín Lára Lárusdóttir og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir. Varamenn: Sindri Jens Freysson og Gunnar Helgason.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024