Pest herjar á lækna HSS
Noro iðrasýking herjar á nær alla lækna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þá eru sjö sjúklingar veikir af sýkingunni og nokkrir hjúkrunarfræðingar. Sjúkrahúsið er því að mestu lokað og í sóttkví.
Mbl.is hefur eftir Sigurði Þór Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra lækninga á HSS, að sýkingin gangi venjulega yfir á einum til tveimur dögum hjá heilbrigðum einstaklingum og hafi ekki frekari eftirköst.
Læknar heilsugæslunnar hafa sloppið betur en kollegar þeirra á sjúkrahúsinu en tveir þeirra hafa fengið pestina.