Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Persónukjör tekið fyrir í Garði í dag
    Frá bæjartjórnarfundi í Garði.
  • Persónukjör tekið fyrir í Garði í dag
    Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði tekur við 600 undirskriftum bæjarbúa um persónukjör frá Pálma S. Guðmundssyni. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 9. apríl 2014 kl. 10:12

Persónukjör tekið fyrir í Garði í dag

– 600 bæjarbúar vilja persónukjör í komandi kosningum

Erindi Pálma S. Guðmundssonar og undirskriftalisti vegna persónukjörs við komandi sveitarstjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Garði verður tekið fyrir í  bæjarstjórn Garðs síðdegis í dag.

Pálmi afhenti Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra í Garði 600 undirskriftir á dögunum með áskorun um að í kosningum 2014 verði viðhaft persónukjör í Sveitarfélaginu Garði.

Í erindi Pálma kom m.a. fram að 600 íbúar á kjörskrá hafi ritað undir áskorun um að í kosningum 2014 verði viðhaft persónukjör í Sveitarfélaginu Garði í komandi kosningum.

D-listinn bókaði um málið á síðasta fundi bæjarráðs og vakri athygli á að á kjörskrá eru 1.040. 600 undirskriftir eru því 57,7% af þeim sem eru á kjörskrá.

Bókun N-lista á síðasta fundi bæjarráðs segir:
„N–listinn hefur lagt fram tillögur er lúta að persónukjöri og íbúalýðræði sem hafa verið felldar. Nú hefur bæjarfulltrúi N-listans, Pálmi S. Guðmundsson, gengið hús úr húsi í sveitarfélaginu til að kanna hug íbúa til persónukjörs. Vilji 600 íbúa Sveitarfélagsins Garðs er skýr“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024