Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pentagon metur varnarsvæðið á 211 milljarða króna
Fimmtudagur 12. júlí 2007 kl. 09:30

Pentagon metur varnarsvæðið á 211 milljarða króna

Varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli er metið á 3,4 milljarða dala í bókhaldi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Það jafngildir 211 milljörðum íslenskra króna. Bandaríkjaher hefur - sem kunnugt er - afsalað sér mannvirkjum á varnarsvæðinu til íslenskra stjórnvalda og þau falið umsjón þess sérstöku Þróunarfélagi. Eyjan.is greinir frá þessu núna í morgun.
Skólahald er að hefjast á vegum íslenskra aðila í mannvirkjum Bandaríkjahers og námsmannaíbúðir með bandarísk rafkerfi verða teknar þar í notkun innan tíðar.

Ítarlegri frétt um málið má sjá hér
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024