Penninn með þjónustu fyrir Símann í Reykjanesbæ
 Síminn hefur gert samning við Pennann í Reykjanesbæ um þjónustu við viðskiptavini sína þar.
Síminn hefur gert samning við Pennann í Reykjanesbæ um þjónustu við viðskiptavini sína þar. 
Í tilkynningu frá Símanum segir að þjónustuframboð Símans falli vel að stefnu Pennans um breiðara vöru- og þjónustuúrval, en þeir eru nú þegar með áform um sölu á tölvum, prenturum og tilheyrandi fylgihlutum.
Þar kemur einnig fram að Siminn leggi ríka áherslu á að þjónusta á svæðinu skerðist ekki við yfirfærsluna og mun Penninn að öllu óbreyttu taka við starfsemi Símans bráðlega. Viðskiptastjóri af fyrirtækjasviði Símans mun héreftir sem hingað til vera staðsettur í Reykjanesbæ og sjá um að þjóna fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Símann.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				