Peningum stolið í morgunsamkvæmi
Umtalsverðri peningaupphæð var stolið úr íbúðarhúsi í Sandgerði á sunnudagsmorgun. Peningarnir voru geymdir í skáp á heimilinu. Húsráðandi hafði boðið nokkrum gestum heim til sín í morgunsárið og er einhver þeirra grunaður um verknaðinn. Húsráðandi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglunnar í Keflavík rétt fyrir klukkan átta.