Pawel er fundinn
Arkadiusz Pawel Maciag, maðurinn sem leitað hefur verið að í nótt og í morgun er fundinn. Skv. upplýsingum Víkurfrétta virðist Pawel hafa fengið höfuðáverka. Hann fannst í námunda við Reykjanesbæ, fyrir utan girðinguna við flugvöllinn. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn af Suðurnesjum tóku þátt í leitinni.