Patterson, Hafnir og svæði í Innri Njarðvík verði verndarsvæði
Reykjanesbær hefur gert að tillögu að þrjú svæði í sveitarfélaginu verði verndarsvæði í byggð. Þau svæði eru Patterson-flugvöllur sem mikilvægar herminjar og kennileiti í sveitarfélaginu. Hins vegar svæði í Innri-Njarðvík, Hákotstangar, Njarðvíkurkirkja, túnin beggja vegna Tjarnargötu og Narfakotstún. Túnin í Innri-Njarðvík eru mörkuð fornum byggðaháttum. Þriðja svæðið er Hafnir en svæðið nýtur hverfisverndar og náttúruverndar að hluta en myndar merka menningarlega heild.
Samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð skal sveitarstjórn að loknum kosningum meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð.