Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pattaralegur vorboði í Vatnsholti
Þriðjudagur 16. mars 2004 kl. 17:27

Pattaralegur vorboði í Vatnsholti

Hún var aldeilis feit og pattaraleg þessi fluga sem var gómuð á sólpalli íbúðarhúss við Vatnsholtið í Keflavík nú síðdegis. Sannarlega vorboði á ferð en örugglega hefur hún ruglast eitthvað í dagatalinu, enda rétt komið fram í miðjan mars og t.a.m. ennþá mánuður í að sumardekkin megi fara undir bílinn. Hvort fleiri vinkonur þessarar hlussu séu einnig komnar á stjá höfum við ekki heyrt en gaman væri að heyra af fleiri vorboðum á Suðurnesjum.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024