Pattaraleg könguló á bensínstöð
Í veðurblíðunni sem hefur tröllriðið öllu undanfarnar vikur hafa ýmis miður skemmtileg skorkvikindi og köngulær látið á sér kræla. Í síðustu viku var sagt frá stórri könguló sem hafði komið sér fyrir í húsagarði í Keflavík, en nú hefur önnur hálfu stærri komið í ljós.
Starfsmenn ÓB í Njarðvík hafa fylgst með henni síðustu daga þar sem hún situr í vef sínum og gæðir sér á hrossaflugum.
Ekki er laust við að hún veki óhug hjá mörgum enda er stærðin á henni með ólíkindum. Hún er hins vegar sauðmeinlaus eins og aðrar af ætt krossköngulóa (Araneus diadematus).
Erling Ólafsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sagði í svari við fyrirspurn Víkurfrétta að þær væru algengar á húsveggjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar, einkum í skjólgóðum görðum.
„Náttúruleg heimkynni þeirra eru klettaveggir og hraungjótur, en hvað er húsveggur annað en klettaveggur í augum köngulóar. Tegundin gerir engum nema flugum mein.“
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Starfsmenn ÓB í Njarðvík hafa fylgst með henni síðustu daga þar sem hún situr í vef sínum og gæðir sér á hrossaflugum.
Ekki er laust við að hún veki óhug hjá mörgum enda er stærðin á henni með ólíkindum. Hún er hins vegar sauðmeinlaus eins og aðrar af ætt krossköngulóa (Araneus diadematus).
Erling Ólafsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sagði í svari við fyrirspurn Víkurfrétta að þær væru algengar á húsveggjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar, einkum í skjólgóðum görðum.
„Náttúruleg heimkynni þeirra eru klettaveggir og hraungjótur, en hvað er húsveggur annað en klettaveggur í augum köngulóar. Tegundin gerir engum nema flugum mein.“
VF-mynd/Þorgils Jónsson