Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pattaraleg en hrollvekjandi
Föstudagur 15. september 2006 kl. 16:45

Pattaraleg en hrollvekjandi

Hún var heldur betur pattaraleg en jafnframt hrollvekjandi krossköngulóin sem lesandi Víkurfrétta tilkynnti um nú síðdegis. Þó svo þessar elskur séu búnar að vera búsettar á Íslandi í hundruðir ára, þá erum við alltaf jafn hissa á að sjá þær í návígi.

Krossköngulær eru algengar m.a. í hrauninu í Hafnarfirði, en sjaldséðari hér suðurfrá, þó svo þeirra verði nú meira vart eftir því sem gróður eykst og skjólið er meira.

Það skal tekið fram að köngulóin er nokkuð stækkuð á þessari mynd. Það lætur nærri að búkur dýrsins sé á stærð við „bingókúlu“ svo tekið sé viðmið úr sælgætisheimum.

Krossköngulóin vakti að sjálfsögðu athygli heimilisfólksins sem fann hana. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort köngulóin hafi spunnið sinn síðasta vef.

 

Ljósmyndir: Jón Björn Ólafsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024