Páskasteikin og páskaeggin á góðu verði hjá Varnarliðinu
Verslanir Varnarliðsins standa Íslendingum opnar í dag vegna ákvæðis í kjarasamningum hins svokallaða Flóabandalags við Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Í Víkurfréttum í dag er heilsíðu auglýsing frá Navy Exchange og Matvöruverslun Varnarliðsins þar sem auglýst eru ýmis tilboð á vörum sem í boði eru á Keflavíkurflugvelli og standa Íslendingum til boða.
Í Matvöruverslun Varnarliðsins er m.a. boðið upp á ca. 10 kg. Kalkún á 1690 kr. stykkið. Þá fást þar íslensk Nóa páskaegg nr. 6 á aðeins 390 krónur. Í Navy Exchange má festa kaup á LazyBoy leðurhvíldarstól á 19.900 kr. en algengt verð á Íslandi er 50-80 þús. kr. Í boði er úrval af húsgögnum, búsáhöldum, fatnaði og gjafavörum með góðum afslætti. Þá eru í boði fjallahjól í barna- og fullorðinsstærðum frá kr. 4500,-