Páskablað Víkurfrétta er komið út
Páskablað Víkurfrétta er komið í rafræna dreifingu. Blað vikunnar er troðfullt af áhugaverðu efni og víða leitað fanga í efnisvali. Meðal efnis er viðtal við hárgreiðslukonuna Sigurrós Antonsdóttir sem venti kvæði sínu í kross og gerðist lögga. Einnig er spjallað við Gunnar Helgason, fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Þróttar. Körfuknattleiksmaðurinn Arnór Ingi Ingvason er í sportviðtali en hann og félagar hans í Þrótti tryggðu sér sæti í 1. deild um síðustu helgi. Þá segir Júlíus Gunnlaugsson okkur frá því hvað hann geri helst í frístundum.
Rafræna útgáfu blaðsins má sjá hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði fyrir hádegi á morgun, miðvikudag.