Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Parísartorg afhjúpað á Ljósanótt
Þriðjudagur 23. júlí 2013 kl. 08:42

Parísartorg afhjúpað á Ljósanótt

„Snúinn Effeilturn“ á leið til Reykjanesbæjar frá Kína

Undirbúningur Ljósanætur fer nú fram á ýmsum stöðum og mörg skemmtileg verkefni eru komin í vinnslu. Eitt af verkefnunum verður afhjúpun listaverks á þriðja torginu á Þjóðbrautinni sem liggur frá Hafnargötu að Reykjanesbraut. Torgið sem hefur fengið nafnið Parísartorg er staðsett  við Reykjaneshöllina og verður það opnað á Ljósanótt. 

Þar sem torgið ber heitið Parísartorg er aðeins við hæfi að setja þar Eiffleturn og er það listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sem á heiðurinn af verkinu. Verkið hefur hlotið nafnið „Snúinn Eiffelturn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndunum má sjá kínverska hagleiksmenn leggja lokahönd á vinnslu verksins en turninn fer i í skip í Kína nú í vikunni og vonast Sveinn Númi, bæjarverkfræðingur sem stýrir verkefninu fyrir Reykjanesbæ, til þess að turninn komi tímanlega til landsins svo hægt verði að afhjúpa hann á  Ljósanótt.