Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Par handtekið með hass
Fimmtudagur 23. febrúar 2006 kl. 09:16

Par handtekið með hass

Í gærkvöldi hafði lögreglan í Keflvík hafði afskipti af ungu pari á bifreið þar sem það var að koma úr höfuðborginni. Grunur lék á að fólkið hefði verið að kaupa fíkniefni þar. Við leit á öðru þeirra fundust fjögur grömm af hassi. Ekkert saknæmt fannst hins vegar í bifreiðinni og á heimili þeirra. Var parið látið laust eftir yfirheyrslu hjá lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024