Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Panta forsmíðaðar kennslustofur fyrir tvær leikskóladeildir
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 07:03

Panta forsmíðaðar kennslustofur fyrir tvær leikskóladeildir

Bæjarráð Reykjanebæjar hefur samþykkt erindi um kaup á lausum kennslueiningum sem staðsettar verða við leikskólann Holt í Innri-Njarðvík.

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir erindinu með það fyrir augum að mæta mikilli fjölgun leikskólabarna í sveitarfélaginu og aðallega í Innri-Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við undirbúing inntöku barna í leikskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2022–2023 kemur í ljós að 74 umsóknir eru í leikskóladeild Stapaskóla, 27 af þeim eru vegna barna sem eru með forgang, þ.e. barna sem eiga systkini í Stapaskóla. Leikskólaplássin sem losna í Stapaskóla í vor eru hins vegar aðeins sautján talsins. Það standa því eftir 57 börn sem ekki fá pláss.

Til að bregðast við þessum bráðavanda er, eins og fyrr segir, lagt til að stækka leikskólann Holt en þar er góð aðstaða til stækkunar. Lagt er til að nýta tækifærið þar sem verið er að panta forsmíðaðar kennslustofur frá Trimo vegna endurbóta á Myllubakkaskóla og bæta við einni einingu sem rúmað getur tvær átján barna leikskóladeildir.