Panta einingar fyrir færanlegar skólastofur fyrir hálfan milljarð
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild þess að panta lausar einingar fyrir færanlegar skólastofur sem settar yrðu upp í Reykjanesbæ. „Í ljósi þess fordæmalausa ástands sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir í grunn- og leikskólamálum þá er óskað eftir því að fá að fjárfesta í fleiri lausum einingum.
Hönnun og nánari útfærsla mun koma síðar en til að koma þessu í framleiðsluferli er nauðsynlegt að fá heimild til að panta einingarnar,“ segir í minnisblaði sem Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar, lagði fyrir síðasta fund bæjarráðs Reykjanesbæjar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er kostnaður áætlaður um 500 milljónir króna.