Þriðjudagur 20. júlí 2010 kl. 10:21
Panna gleymdist á heitri eldavél
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í gær kallað að húsi við Vesturgötu í Keflavík. Tilkynnt var um eld í íbúðinni og að hugsanlega væri maður þar inni.
Þegar að var komið reyndist panna hafa gleymst á heitri eldavél og var mikill reykur í íbúðinni. Slökkviliðið reykræsti íbúðina.