Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Páll Valur varaformaður Barnaheilla
Fimmtudagur 12. apríl 2018 kl. 13:04

Páll Valur varaformaður Barnaheilla

Grindvíkingurinn og fyrrum þingmaðurinn, Páll Valur Björnsson, var kjörinn varaformaður Barnaheilla á aðalfundi samtakanna þann 10. apríl sl. Páll Valur sagði á Facebook síðu sinni að hann hlakki mikið til að starfa með því fólki sem skipi stjórnina á næstu misserum.

Páll fékk  Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi árið 2016 en þau verðlaun hlýtur sá þingmaður sem hefur verið ötulastur við að berjast fyrir réttindum barna og vekja athygli fyrir á þeim, þá sat Páll Valur á þingi fyrir Bjarta framtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll, lengst til vinstri, ásamt öðrum stjórnarmeðlimum Barnaheilla. Mynd: Barnaheill.is.