Páll Óskar frestar opnun vegna ofsaveðurs
Formlegri opnun á sýningunni „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu“ frestað um sólarhring vegna veðurs. Áætlað var að opna sýninguna kl. 15 laugardaginn 14. mars. Ákveðið hefur verið að fresta opnuninni um sólarhring, til sunnudagsins 15. mars kl. 15, vegna slæmrar veðurspár. Aðrir liðir helgarinnar í Hljómahöll haldast óbreyttir.
Dagskrá:
LAU 14. mars – Opnun á Pallasýningu FRESTAST FRAM Á SUNNUDAG KL. 15.00 vegna veðurs.
LAU 14. mars - PALLABALL um kvöldið í Stapa lau 14. Mars STENDUR. Húsið opnar kl. 0.00 á miðnætti.
Miðasala á www.hljomaholl.is, á Rokksafni Íslands og við innganginn.
SUN 15. mars – Opnun á Pallasýningu kl. 15.00. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
SUN 15. mars – Páll Óskar og Jón Ólafsson með sitjandi tónleika í Stapa kl. 20.30.
Miðasala á www.hljomaholl.is, á Rokksafni Íslands og við innganginn.