Páll Magnússon efstur - Ragnheiður í 4. sæti
Páll Magnússon verður oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi en hann varð efstur í prófkjöri flokksins. Páll fékk 2812 atkvæði í 1. sæti listans. Ragnheiður Elín Árnadóttir fékk 1021 atkvæði í 1. sæti og Ásmundur Friðriksson 895 atkvæði. Þau sóttust öll eftir því að leiða listann. Alls kusu 4051 sem er um 42% þátttaka.
Ásmundur varð annar í prófkjörinu með samtals 1928 atkvæði og hinn ungi Vilhjálmur Árnason náði 3. sætinu með 1826 atkvæði. Ragnheiður Elín varð í 4. sæti með 2020 atkvæði í fyrstu fjögur sætin. Unnur Brá Konráðsdóttir varð í 5. sæti með 2036 atkvæði.
----
Páll Magnússon er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. Talin hafa verið 1000 atkvæði.
Ásmundur varð annar í prófkjörinu með samtals 1928 atkvæði og hinn ungi Vilhjálmur Árnason náði 3. sætinu með 1826 atkvæði. Ragnheiður Elín varð í 4. sæti með 2020 atkvæði í fyrstu fjögur sætin. Unnur Brá Konráðsdóttir varð í 5. sæti með 2036 atkvæði.
Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín Árnadóttir í fjórða sæti. Þá er Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta sæti skv. þessum tölum.
Uppfært kl. 02:00.
Páll Magnússon er með örugga forystu í 1. sæti en hann er með 891 atkvæði þegar 2000 atkvæði hafa verið talin. Ásmundur Friðriksson er annar með 973 atkvæði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason er í 3. sæti með 960 atkvæði, Ragnheiður Elín er í 4. sæti, 15 atkvæðum minna en Vilhjálmur.
Ragnheiður er með næst flest atkvæði í 1. sæti eða 545 og Ásmundur þar á eftir með 461.