Páll Jónsson landar á Djúpavogi
Línubáturinn Páll Jónsson GK landaði á dögunum á Djúpavogi en anfli bátsins er kominn yfir 3000 tonn og aflaverðmætið komið yfir 300 milljónir króna. Er bæði afli og aflaverðmæti meira heldur en margir ísfisktogarar hafa náð.
Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. sem gerir út Pál Jónsson GK rekur m.a. vinnslu á Djúpavogi en fyrirtækið er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu í dag. Höfuðstöðvar Vísis hf. eru í Grindavík.
Myndin: Páll Jónsson GK við bryggju á Djúpavogi. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson.