Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Páll Jónsson GK gerir það gott
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 12:03

Páll Jónsson GK gerir það gott

Áhöfn línubátsins Páls Jónssonar GK hefur gert það gott á kvótaárinu. Aflinn er kominn yfir 3000 tonn og aflaverðmætið stendur í 313 milljónum króna. Þetta er meiri afli og hærra aflaverðmæti en margir af ísfisktogurum landsins hafa náð. Sjávarútvegsvefurinn Skip.is greinir frá þessu.
Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK, segir í samtali við Skip.is að mjög góður gangur hafi verið í veiðunum, ekki bara hjá honum og áhöfn hans, heldur hafi Sighvatur GK verið að fá góðan afla og það skip sé nú komið með tæplega 2800 tonna afla á kvótaárinu. Báðir bátarnir eru gerðir út af Vísi hf. í Grindavík.
Afli Páls Jónssonar GK skiptist þannig að veiðst hafa um 1800 tonn af þorski, 600 tonn af ýsu, 200 tonn af keilu, 100 tonn af löngu og 70 tonn af steinbít. Allri lifur er haldið til haga og nemur magnið 106 tonnum á kvótaárinu. Annar afli eru ýmsar aukategundir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024