Páll Jónsson GK bjargar fiskiskipi úr hættu
Landhelgisgæslan hefur nú aflýst hættuástandi í Meðallandsbugt þar sem fiskiskip með 10 manna áhöfn var í vanda eftir að hafa fengið í skrúfuna nærri landi. Línubáturinn Páll Jónsson GK7 er kominn með fiskiskipi, Kristbjörgu VE-071, í tog og gengur vel en skipin fjarlægjast land.
Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Vestmannaeyjum og Höfn sem og björgunarsveitir af Suðurlandi eru nú á leið af svæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig á svæðinu og hefur nú haldið til Reykjavíkur.