Páll fékk silfurmerki GSÍ í fjölmennri afmælisveislu
 Páll Ketilsson var sæmdur silfurmerki Golfsambands Íslands í afmælishófi sem haldið var honum til heiðurs í golfskálanum í Leiru á föstudagskvöld. Það var Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, sem veitti Páli silfurmerkið.Páll hefur verið ötull talsmaður golfíþróttarinnar til fjölda ára. Hann hefur kynnt íþróttina í íslensku sjónvarpi í áratug, auk þess að hafa spilað golf frá blautu barnsbeini. Þá annast Páll og fyrirtæki hans, Víkurfréttir ehf. , útgáfu á tímaritinu Golf á Íslandi fyrir Golfsamband Íslands.
Páll Ketilsson var sæmdur silfurmerki Golfsambands Íslands í afmælishófi sem haldið var honum til heiðurs í golfskálanum í Leiru á föstudagskvöld. Það var Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, sem veitti Páli silfurmerkið.Páll hefur verið ötull talsmaður golfíþróttarinnar til fjölda ára. Hann hefur kynnt íþróttina í íslensku sjónvarpi í áratug, auk þess að hafa spilað golf frá blautu barnsbeini. Þá annast Páll og fyrirtæki hans, Víkurfréttir ehf. , útgáfu á tímaritinu Golf á Íslandi fyrir Golfsamband Íslands.Hátt í 200 manns fögnuðu með Páli fertugsafmæli hans og voru meðfylgjandi myndir teknar í veislunni.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				