Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Páfagaukur nartar í Cheerios hjá löggunni
Föstudagur 9. ágúst 2002 kl. 11:19

Páfagaukur nartar í Cheerios hjá löggunni

Gulur páfagaukur hefur verið í óskilum á lögreglustöðinni í Keflavík frá því sl. þriðjudag. Flaug hann inn um opinn glugga á Aðalgötu í Keflavík en ekki er vitað hvaðan hann kom. Páfi er í góðu yfirlæti hjá lögreglunni þar sem hann hefur fengið að narta í Cheerios morgunkorn löggunnar og fengið vatn að drekka.Eigendur páfa eða einhverjir sem hafa upplýsingar um hvar hann er til heimilis eru beðnir að hafa sambandi við lögregluna í Keflavík, því fyrr því betra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024