Paddy's opnar á ný
Kauptilboð nýs rekstraraðila samþykkt á bæjarstjórnarfundi.
„Bæjarstjórn samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær kauptilboð okkar á Hafnargötu 38. Ég geri ráð fyrir að við fáum í kjölfarið samninginn í hendur, hann verði undirritaður og við greiðum,“ segir Björgvin Ívar Baldursson, sem síðast rak skemmtistaðinn Paddy's í húsnæðinu, í samtali við Víkurfréttir. Hann mætti á opinn fund bæjarstjórnar í gær. Björgvin segir fátt standa í vegi fyrir því að Paddy's muni opna aftur öðru hvoru megin við mánaðamótin.