Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óvíst um fjárveitingar
Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 12:14

Óvíst um fjárveitingar

Skapast hefur vandræðaástand í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en aldrei hafa fleiri sótt um skólavist þar áður. 960 nemendur sóttu um í dagsskóla og 160 í öldungadeildina. Ekki er vitað hvort allir komast að vegna þess að enn er óvíst um fjárveitingar til framhaldsskólanna. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að óvíst væri um inntöku allra þeirra sem sóttu um skólavist eftir 11. júní en þá rann umsóknarfrestur í skólann út.

Nemendum í 10. bekk grunnskólanna hafa  boðist að taka svokalla „flýtiáfanga“  undanfarin ár en þá taka þeir til að mynda stærðfræði 103 eða ensku 103 með grunnskólanum. Ekki er víst hvort það verður boðið upp á þessa áfanga í haust. Að sögn Ólafs skýrast þessi mál í ágúst þegar fjárveitingar verða ákveðnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024