Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óvíst hvort álver í Helguvík sé raunhæfur kostur
Mánudagur 17. september 2007 kl. 09:53

Óvíst hvort álver í Helguvík sé raunhæfur kostur

Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsnets segir óvíst hvort af álveri í Helguvík geti orðið vegna viðbragða sveitarfélaga á Suðurnesjum við tillögum um línulagnir. Of djúpt sé þó í árinni tekið hjá framkvæmdastjóra Landverndar að segja forsendur brostnar. Þetta kemur fram í fréttum RUV í morgun.

Grindvíkingar, Sandgerðingar og Vogamenn hafa hafnað háspennulínum í lofti um viðkvæm svæði vegna orkuflutinga til hugsanlegs álvers í Helguvík. Er því horft til jarðstrengja í því sambandi en afhendingaröryggi þeirra þykir ekki jafn mikið og kostnaður er margfalt meiri.

Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að forsendur fyrir álveri í Helguvík hljóti þar  með að vera brostnar og vitnar þar í orð Þórðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Landsnets, í Morgunblaðinu 13. febrúar sl.  Þar er haft eftir Þórði að aðeins sé hægt að tryggja fullnægjandi afhendingaröryggi fyrir álver með loftlínum.  Álver þoli ekki nema nokkurra klukkutíma straumrof og gríðarlegir hagsmunir séu í húfi og það taki nokkra daga og upp undir hálfan mánuð að finna bilanir og gera við jarðstreng. 

Þórður telur nær að segja að óvissa ríki um hvort álver í Helguvík sé raunhæfur kostur, samkvæmt því sem fram kemur í fréttum RUV.  Farið verði yfir málið með Orkuveitu Reykjavíkur og Suðurnesja auk Norðuráls, um hvort ráðist verði í verkið. Þeirra sé að ákveða hvað verði.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024