Óvíst hvenær Goðatindur SU fer á línuveiðar
Einhver bið verður á því að Goðatindur SU fari á línuveiðar fyrir Vísi hf. í Grindavík. Búið er að kaupa línubeitningarvél í skipið og breyta lestum þess en Péturs H. Pálssonarframkvæmdastjóri Vísis hf., sagði í viðtalið við InterSeafood.com að ekki væri líklegt að skipið fari á veiðar fyrr en veiðiheimildir aukast frá því sem nú er.
Goðatindur SU er 316 brúttórúmlesta skip og var það smíðað í Hollandi árið 1967. Skipið er nú í slipp en Pétur segir að útgerðin fari sér hægt í því að útbúa skipið til línuveiða. Til þess að af því verði þurfa aflaheimildirnar að aukast og eins kemur til greina að Goðatindur SU komi í stað einhvers af minni línuskipum útgerðarinnar.
Goðatindur SU er 316 brúttórúmlesta skip og var það smíðað í Hollandi árið 1967. Skipið er nú í slipp en Pétur segir að útgerðin fari sér hægt í því að útbúa skipið til línuveiða. Til þess að af því verði þurfa aflaheimildirnar að aukast og eins kemur til greina að Goðatindur SU komi í stað einhvers af minni línuskipum útgerðarinnar.