Óvíst hvað verður um heilsufarsupplýsingar Varnarliðsmanna
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir að starfsmenn varnarliðsins hafi áhyggjur af því hvað verði um heilsufarsupplýsingar, sem safnað hafi verið um þá. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Árum saman hafi mikill meirihluti starfsmanna varnarliðsins verið skyldaður til að mæta, einu sinni til tvisvar á ári, í rækilega læknisskoðun á herspítalann á Vellinum. Hversu oft menn hafi verið skoðaðir hafi ráðist af störfum þeirra; þeir sem sinnt hafi öryggismálum voru oftar skoðaðir en aðrir starfsmenn.
Kristján segir að félagið hafi gert athugasemdir við þessar læknisskoðanir þar sem eðlilegast væri að heilsugæslan sinnti slíku eftirliti. Þetta væri ekki einungis læknisskoðun, heldur væri safnað blóðsýnunum og öðru, sem enginn vissi nú hvað yrði um þegar herinn færi. Kristján segir að félagsmenn hafi áhyggjur af þessu nú en sjálfur hafi hann fyrir nokkrum árum sent formlegt erindi til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og síðar hafi hann rætt málið við þingmenn, nú síðast á fundi með utanríkismálanefnd.
Árum saman hafi mikill meirihluti starfsmanna varnarliðsins verið skyldaður til að mæta, einu sinni til tvisvar á ári, í rækilega læknisskoðun á herspítalann á Vellinum. Hversu oft menn hafi verið skoðaðir hafi ráðist af störfum þeirra; þeir sem sinnt hafi öryggismálum voru oftar skoðaðir en aðrir starfsmenn.
Kristján segir að félagið hafi gert athugasemdir við þessar læknisskoðanir þar sem eðlilegast væri að heilsugæslan sinnti slíku eftirliti. Þetta væri ekki einungis læknisskoðun, heldur væri safnað blóðsýnunum og öðru, sem enginn vissi nú hvað yrði um þegar herinn færi. Kristján segir að félagsmenn hafi áhyggjur af þessu nú en sjálfur hafi hann fyrir nokkrum árum sent formlegt erindi til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og síðar hafi hann rætt málið við þingmenn, nú síðast á fundi með utanríkismálanefnd.