Óvissuástand vegna hreyfilbilunar
Tilkynnt um óvissuástand á Keflavíkurflugvelli í gærdag þegar flutningaflugvél frá bandaríska hernum var að koma inn til lendingar með bilaðan hreyfil. Hún lenti án vandkvæða á vellinum.
Vélin er af gerðinni Hercules C130 og hélt hún áfram ferð sinni yfir hafið að athugun lokinni.
Mynd: Hercules C130, sömu tegundar og sú sem lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli í gærdag.