Óvissu sé eytt
Erindi til mennta- og barnamálaráðherra, dagsett 18. október, frá stjórn og framkvæmdastjóra Keilis og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja um mögulega sameiningu skólanna var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Bæjarráð leggur áherslu á í bókun að óvissu sé eytt um þetta mikilvæga hagsmunarmál sem varðar menntun á Suðurnesjum og starfsemi þeirra menntastofnana sem um ræðir.