Óvissa um hversu margar fasteignir í Grindavík hafa orðið fyrir tjóni
Óvissa er um hversu margar fasteignir að hafa orðið fyrir tjóni. Fjöldi fasteigna er án heits vatns og/eða rafmagns og hafa þegar orðið tjón á eignum vegna frostskemmda og/eða leka.
Þegar eldgos hófst 14. janúar voru Náttúruhamfaratrygginga Íslands langt komnar með tjónamat á húsum og búið var skoða ríflega 260 húseignir af 375 sem tilkynntar voru. Vegna eldgossins 14.janúar hafa fleiri tjón orðið og því þarf að endurmeta stöðuna, segir í tilkynnigu frá Almannavörnum.
Hluti stofnana og fjöldi annarra fasteigna í eigu Grindavíkurbæjar eru laskaður og jafnvel ónýtar. Ekki hefur gefist tækifæri til að meta skemmdir og umfang tjóns að fullu. Frá 10. nóvember hefur allri starfsemi og þjónustu á vegum Grindavíkurbæjar verið sinnt frá Reykjavík og engin hefðbundin þjónusta við íbúa, fyrirtæki og samfélagsleg málefni verið til staðar í Grindavík.