Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 7. september 2003 kl. 01:11

Óvissa með björgun Guðrúnar Gísladóttur KE

Framkvæmdastjóri norska köfunarfyrirtækisins Selöy segir að það dragist í það minnsta fram í miðja næstu viku að vinna við að lyfta flakinu af Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni. Framhaldið er háð því hvort norska ríkið lætur peninga fylgja loforðum Sveins Ludvigsens sjávarútvegsráðherra um að flakinu verið lyft. Selöy-menn eru nú úrkula vonar um að peningar komi frá Íslandi.Hans Marius Mastermo, framkvæmdastjóri norska köfunarfyrirtækisins Selöy, sagði við fréttastofu Útvarps í gær að björgun Guðrúnar Gísladóttur KE væri nú algerlega háð því að norska ríkið tryggi fjármagn til að halda verkinu áfram. Hann sagðist nú úrkula vonar um að fé komi frá Íslandi þótt hann yrði þakklátur ef íslenskir eigendur flaksins greiddu upp í tugmiljóna skuld sína við fyrirtækið eftir vinnu við björgunarstörf frá því í mars í vor.
 
Hans Marius sagðist fagna yfirlýsingu Sveins Ludvigsen sjávarútvegsráðherra í fyrradag um að flakinu yrði lyft. Hins vegar hafði það verið fljótræði af ráðherranum að segjast fyrst aðeins dæla olíunni úr skipinu. Rekja mætti framgöngu ráðherrans til krafna stjórnmálamanna úr ýmsum flokkum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 15. september.
 
Viktor Haugan, hafnarstjóri á Vesturvogey, þar sem flakið liggur, segir við fréttastofu að fólk í Lófót sé orðið langþreytt á innihaldslausum loforðum íslensku eigendanna. Hann vildi ekki segja að almenn reiði ríkti út í Íslendinganna en hins vegar tryði enginn lengur orðum þeirra. Haugan sagði að Íshús Njarðvíkur, sem á flakið, skuldaði nú fjölmörgum fyrirtækum á Vesturey peninga fyrir ýmsa veitta þjónustu - og ekki bætti það álit þeirra.
 
Enn er ekki að fullu ljóst hver verður eigandi flaksins þegar og ef það kemur upp á yfirborðið. Af hálfu norskra yfirvalda er litið svo á að útgerðarfélagið Festi HF eigi flakið og beri ábyrgð á því. Köfunarfyrirtækið Selöy hefur viljað fá það veðsett sér í von um að koma því í verð og fá uppí skuldir, segir í frétt Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024