Óvissa með áramótabrennu í Vogum
– Efna til þrettándahátíðar fyrir börn og flugeldasýningar
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga kom saman til fundar í þarsíðustu viku þar sem fjallað var um væntanlega þrettándagleði 2021. Eðli málsins samkvæmt ríkir óvissa með alla viðburði þar sem fólk kemur saman meðan á veirufaraldrinum stendur og samkomutakmarkanir eru í gildi.
Fram kemur í bókun nefndarinnar að hún telji ekki raunhæft að halda áramótabrennu að þessu sinni. Nefndin leggur til að haldin verði hátíð á þrettándanum í staðinn og þá yrðu hátíðarhöld fyrir börnin samkvæmt þeim samkomutakmörkunum sem þá kunna að vera í gildi.
Einnig verði haldin vegleg flugeldasýning en hana er hægt að halda óháð fjöldatakmörkunum.
Í Suðurnesjabæ hefur þegar verið tekið ákvörðun um að engar áramótabrennur verði í sveitarfélaginu um komandi áramót.