Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óvissa í Leifsstöð
Fimmtudagur 10. ágúst 2006 kl. 12:16

Óvissa í Leifsstöð

Farþegar á leið til London bíða nú í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar eftir nánari fréttum en öllu flugi þangað var frestað á morgun af öryggisástæðum. Miklar öryggisráðstafanir eru viðhafðar á flugvöllum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Þá hefur eftirlit á Keflavíkurflugvelli einnig verið hert.
Ekki má koma með neina vökva í handfarangri í flugvélar á leið til Bandaríkjanna. Hefur  farþegum jafnframt verið bent á að hafa sem minnstan handfarangur og setja hluti frekar í innritaðan farangur.
Ekki var annað að sjá en að farþegar tækju hlutunum með jafnaðargeði, þegar fréttamenn VF litu þar við í morgun.


 

Mynd: Þessi fjölskylda frá Minneapolis kom til landsins í gær á leið sinni til London. Það ætlar því að taka tímann sinn að komast á leiðarenda en þau tóku hlutunum með ró og frúin drap tímann með prjónaskap.

VF-mynd:Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024