Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óviðunandi ástand í löggæslumálum
Fimmtudagur 13. mars 2008 kl. 11:41

Óviðunandi ástand í löggæslumálum

Staðan sem komin er upp í löggæslumálum á Suðurnesjum var til umfjöllunar í bæjarráði Sandgerðis í gær. Ráðið tekur undir ályktanir löggæslumanna og tollvarða í umdæminu og bendir á að fyrirhugaðar aðgerðir gangi þvert gegn stefnu og kröfu íbúa um auknar aðgerðir.

Annars er bókunin svohljóðandi:
„Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur þunga áherslu á óviðunandi ástand í löggæslumálum hér á Suðurnesjum.
Bæjarráð tekur því undir ályktun löggæslumanna og tollvarða í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum er varðar niðurskurð fjárveitinga til löggæslumála á svæðinu.
Bæjarráð hefur lagt áherslu á uppbygginu á aðstöðu fyrir löggæslumenn í bæjarfélaginu og er ætlunin að afhenda húsnæðið til notkunar á vordögum.
Bæjarráð vill auk þess benda á að umræddar aðgerðir gangi þvert gegn stefnu og kröfu íbúa á Suðurnesjum um auknar aðgerðir í löggæslu og fíkniefnamálum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglufélag Suðurnesja, Tollvarðafélags Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hefur boðað til fundar í Duus-húsum í kvöld vegna málsins.

Í tilkynningu sem Tollvarðafélag Íslands sendi öllum þingmönnum Suðurkjördæmis og öllum sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum lýsir félagið yfir áhuga á því að fá þessa aðila til fundarins, þar sem þetta mál varði alla íbúa Suðurnesjum, sem og landsmenn alla.