Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óviðeigandi en ekki áreitni
Föstudagur 17. febrúar 2012 kl. 14:25

Óviðeigandi en ekki áreitni



Hátterni yfirmanns hjá Isavia, Stefáns Thordersen, að fara í heitan pott án sundfata í vinnuferð var með öllu óviðeigandi, að mati Hæstaréttar Íslands. Hins vegar geti það ekki talist sem kynferðisleg áreitni. Isavia var því sýknað af bótakröfu starfsmanns sem sagði á sér brotið.

Hæstiréttur segir í dómi sínum að Isavia hafi tekið kvörtun starfsmannsins alvarlega. Leitað hafi verið til tveggja lögmanna sem gáfu álit sitt á því hvort um væri að ræða kynferðislega áreitni og hvort atvikið varðaði fyrirvaralausri uppsögn yfirmannsins. Var hvorugu til að dreifa að mati þeirra.

Þrátt fyrir það áminnti Isavia yfirmanninn og var sérstaklega tekið fram í áminningunni að ætlast væri til að maðurinn tæki hana alvarlega og tryggði að slíkt endurtæki sig ekki.

Rétturinn segir að ekki hafi verið færð fyrir því haldbær rök að Isavia hafi brotið á starfsmanni sínum í kjölfar kvörtunar vegna yfirmannsins, heldur bendi gögn málsins til þess að félagið hafi lagt sig allt fram um að gera það sem í valdi þess stóð til að starfsmaðurinn gæti sinnt starfi sínu eins og best varð á kosið.

mbl.is greinir frá

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024