Óvenju mikið um umferðaróhöpp
Óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni, en engin alvarleg slys á fólki. Má þar nefna að ökumaður sem var að aka Byggðaveg missti skyndilega stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún byrjaði að snúast og stöðvaðist á ljósastaur.
Annar ökumaður blindaðist af sól sem er lágt á lofti þessa dagana og ók á bifreið sem verið var að bakka út úr stæði á Njarðvíkurbraut. Bifreiðin sem ekið var á lenti á þriðju bifreiðinni sem var kyrrstæð og mannlaus.