Miðvikudagur 23. maí 2001 kl. 15:50
Óvenju margir togarar við veiðar á Reykjaneshrygg
Landhelgisgæslan fór í könnunarflug yfir hafsvæðið á Reykjaneshrygg í gær og taldi þar 73 skip sem voru á karfaveiðum. Þar af voru 48 erlendir togarar, en þeir voru allir utan við landhelgina, innan við landhelgislínuna. Að sögn starfsmanns Landhelgisgæslunnar eru óvenju mörg skip á þessum slóðum.